Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. desember 2020 09:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur Rúnar upp meðal leikmanna sem Arsenal á að selja
Mynd: Getty Images
Íslenski markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti ekki góðan leik þegar Arsenal tapaði fyrir Manchester City í deildabikarnum í gær, 4-1, á Emirates-vellinum í London.

Rúnar Alex greip í tómt í fyrsta markinu sem Gabriel Jesus skoraði og gerði hann afar slæm mistök þegar Riyad Mahrez kom Man City í 2-1. Mahrez tók aukaspyrnu sem fór beint á Rúnar, en landsliðsmarkvörðurinn missti boltann inn.

Rúnar virkaði mjög óöruggur og Arsenal stuðningsmenn virðast ekki hafa mikla trú á honum lengur.

Það hefur ekki heldur fjölmiðlamaðurinn Henry Winter, sem er mjög virtur í Bretlandi. Hann telur að Rúnar sé á meðal leikmann sem Arsenal eigi að losa sig við.

„Arsenal þarf á því að halda að losa sig við leikmenn, meðal annars Kolasinac, Mustafi, Cedric, Willian, Özil, Xhaka, Sokratis og Rúnarsson," skrifar Winter.

Rúnar Alex er 25 ára gamall en hann gekk í raðir Arsenal frá Dijon í Frakklandi síðasta sumar. Hann er varamarkvörður fyrir Bernd Leno.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner