mið 23. desember 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur stofnar nýtt kvennalið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur sett á laggirnar nýtt kvennalið, Knattspyrnufélag Hlíðarenda, sem ætlað er fyrir efnilega leikmenn félagsins.

„Samstarfið við KH mun styðja enn frekar við það góða starf sem unnið er á Hlíðarenda í kvennaknattspyrnunni," segir í tilkynningu frá Val.

Efnilegustu leikmenn 3. og 2. flokks Vals munu spila í deildarkeppni meistaraflokks sem mun veita þeim góðan undirbúning fyrir meistaraflokk Vals.

Þjálfari KH verður Arnar Páll Garðarsson (UEFA A) og honum til stuðnings verður Haraldur Hróðmarsson, yfirþjálfari Vals.

Ungir og efnilegir leikmenn Vals munu fá tækifæri til að reyna sig fyrr í meistaraflokki og verður náið samstarf um verkefnið milli Arnars Páls, þjálfara KH, og Péturs Péturssonar og Eiðs Ben, þjálfara meistaraflokks Vals.
Athugasemdir
banner
banner
banner