Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. janúar 2021 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Kolbeinn lagði upp sigurmark í stórkostlegri endurkomu
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðsmaðurinn Kolbeinn Þórðarson byrjaði fyrir Lommel þegar liðið mætti RWDM í belgísku B-deildinni í kvöld.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslendingaliðið Kévin Mayingila Mata skoraði tvö fyrir gestina í RWDM fyrir leikhlé. Lommel fór inn í leikhléið 2-0 undir.

Það var hins vegar vel farið yfir málin í hálfleik og voru Kolbeinn og félagar búnir að jafna metin þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleiknum.

Á 81. mínútu skoraði hinn 18 ára gamli Manfred Ugalde sigurmarkið fyrir Lommel. Það var Kolbeinn sem átti stoðsendinguna og sigur Lommel staðreynd.

Lommel er í fjórða sæti B-deildarinnar með 24 stig eftir 16 leiki.
Athugasemdir
banner