Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg skilaði flottu dagsverki
Jóhann B
Jóhann B
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson er að stíga upp úr meiðslum og er hann byrjaður að spila með Burnley.

Hann spilaði sinn fjórða leik í þessum mánuði þegar Burnley vann 3-0 útisigur á Fulham í enska FA-bikarnum í dag.

Jóhann átti góðan leik að mati staðarmiðilsins LancsLive og fær hann sjö í einkunn fyrir frammistöðu sína.

„Pressaði vel frá hægri og tók þátt í aðdraganda fyrsta marksins sem Rodriguez skoraði," segir í umsögn um frammistöðu íslenska landsliðsmannsins.

Það er vonandi að Jóhann Berg muni halda áfram spila jafnt og þétt en hann hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli upp á síðkastið. Það eru þrír leikir í undankeppni HM í mars og vonandi að kantmaðurinn knái mæti 110 prósent klár í þá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner