mán 24. janúar 2022 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin: Gambía hélt út manni færri
Musa Barrow spilar með Bologna á Ítalíu
Musa Barrow spilar með Bologna á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Guinea 0 - 1 Gambia
0-1 Musa Barrow ('71 )
Rautt spjald: ,Yusupha Njie, Gambia ('87)Ibrahima Conte, Guinea ('90)

Gínea og Gambía áttust við í 16 liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag.

Fyrirfram þótti líklegra að Gínea myndi fara áfram þrátt fyrir að þeirra stærsta stjarna, Naby Keita leikmaður Liverpool, var í banni.

Það var markalaust eftir heldur bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var öllu líflegri.

Musa Barrow leikmaður Gambíu var hættulegur og það skilaði sér loksins eftir rúmlega 70 mínútna leik þegar hann skoraði.

Yusupha Nije kom inná sem varamaður í liði Gambíu stuttu síðar og var fljótur að næla sér í gult spjald. Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að sveifla hendinni í andlit leikmanns Gíneu.

Manni fleiri reyndu Gíneumenn hvað þeir gátu að jafna og í uppbótartíma fengu þeir hörku færi. Hvert skotið á fætur öðru fór í stöng og á endanum varði Baboucarr Gaye markvörður Gambíu boltann í slánna og í horn.

Leikmenn Gíneu vildu fá hendi á varnarmann Gambíu en VAR dómararnir sáu ekkert athugavert og ekkert dæmt.

Gínea mistókst að nýta liðsmuninn og Gambía er komið áfram í 16 liða úrslit. Gínea missti Ibrahima Conte af velli undir lok leiksisn með rautt spjald.
Athugasemdir
banner
banner