mán 24. febrúar 2020 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gáfum besta liði í heimi alvöru leik"
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
„Það er margt jákvætt sem við tökum úr leiknum," sagði miðjumaðurinn Declan Rice eftir 3-2 tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

West Ham tapaði 3-2 eftir að hafa komist 2-1 yfir. Liðið er sem stendur í 18. sæti, fallsæti, einu stigi frá öruggu sæti.

„Við skoruðum tvö og fengum tvö önnur góð færi til að skora. Mistök kostuðu okkur, það hefur verið saga okkar tímabils. Við gáfum besta liði í heimi alvöru leik og erum mjög svekktir að hafa tapað."

„Við hefðum getað tekið stig, en það átti bara ekki að vera. Við verðum að halda áfram okkar baráttu," sagði Rice.

Það er aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool tryggir sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár. Liðið er á toppnum með 22 stiga forskot.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner