Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. febrúar 2021 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver tekur við Celtic? - Aðstoðarmaðurinn og Howe líklegastir
Eddie Howe er fyrrum stjóri Bournemouth.
Eddie Howe er fyrrum stjóri Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt í morgun að Neil Lennon væri hættur sem stjóri Celtic í Skotlandi.

Lennon, sem er 49 ára, tók við stjórnartaumunum í maí árið 2019 þegar Brendan Rodgers hélt til Leicester. Lennon vann skoska titilinn það vorið og í fyrra. Þá vann hann deildabikarinn og skoska bikarinn bæði árin.

Celtic stefndi á að vinna skoska meistaratitilinn tíunda árið í röð en Rangers er með öll spilin á hendi til að koma í veg fyrir það, með gott forskot á toppnum. Árangurinn hefur ekki verið góður hjá Celtic á tímabilinu og ákvað Lennon að stíga frá borði.

Hver tekur við? Samkvæmt veðbankanum Betfair þá er John Kennedy, sem var aðstoðarmaður Lennon, líklegastur til að taka að sér starfið. Hann er 37 ára og er sagður vinsæll hjá leikmannahópnum.

Samkvæmt sama veðbanka þá er Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth, næst líklegastur. Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, Steve Clarke, landsliðsþjálfari Skotlands, koma þar næst á eftir. Einnig eru Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Newcastle, og Frank Lampard, fyrrum stjóri Chelsea, ofarlega í veðbönkum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner