Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. febrúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kimmich bætti met Müller og Casemiro í stórsigrinum á Lazio
Joshua Kimmich
Joshua Kimmich
Mynd: Getty Images
Joshua Kimmich, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, bætti eftirsótt met Thomas Müller í 4-1 sigrinum á Lazio í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Kimmich er 26 ára gamall og uppalinn hjá Stuttgart en hefur spilað stóra rullu í Bayern-liðinu frá því hann kom frá RB Leipzig árið 2015.

Hann spilaði 50. Meistaradeildarleik sinn gegn Lazio í gær en þýska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 4-1.

Þetta var 38. sigur Kimmich í þessum 50 leikjum en enginn annar leikmaður hefur unnið jafn marga leiki og Kimmich í fyrstu 50 leikjunum.

Thomas Müller, liðsfélagi hans hjá Bayern, og Casemiro, miðjumaður Real Madrid, unnu 36 leiki í fyrstu 50 leikjunum. Marc-Andre Ter Stegen, markvörður Barcelona, vann þá 35 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner