fös 24. mars 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórði bróðirinn til að skora fyrir íslenska landsliðið
Icelandair
Björn Bergmann kom Íslandi yfir!
Björn Bergmann kom Íslandi yfir!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 2-0 fyrir Íslandi gegn Kosóvó. Smelltu hér til að fylgjast með textalýsingu frá leiknum

Björn Bergmann Sigurðarson kom íslenska liðinu yfir þegar 25 mínútur voru búnar.

Smelltu hér til að sjá markið

„JÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!! Arnór Ingvi brunar upp vinstri kantinn, sendir á Gylfa sem er í fínu skotfæri og lætur vaða. Markvörður Kosóvó ver en slær boltann til hliðar þar sem Björn Bergmann er réttur maður á réttum stað og skorar!" sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Með markinu varð Björn Bergmann sá fjórði í röðinni af bræðrum sínum til þess að skora mark fyrir landsliðið.

Hann er hálfbróðir Bjarna Guðjónssonar, Jóhannes Karls Guðjónssonar og Þórðar Guðjónssonar. Þeir hafa allir skorað fyrir landsliðið og nú er Björn Bergmann búinn að gera það líka.

Bjarni skoraði eitt mark í 23 landsleikjum, Jóhannes Karl gerði einnig eitt mark í 34 landsleikjum, en Þórður gerði 13 í 58 landsleikjum.

Nú er Björn Bergmann kominn á blað í sjötta landsleiknum, en það má alveg búast við fleiri mörkum frá honum í framtíðinni.

Staðan er eins og áður segir 2-0, en Gylfi Þór Sigurðsson setti annað markið úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Birki Má Sævarssyni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner