Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. mars 2019 23:30
Elvar Geir Magnússon
París
Aron Einar: Ekki heimsmeistarar að ástæðulausu
Icelandair
Aron Einar á fréttamannafundi dagsins.
Aron Einar á fréttamannafundi dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðasta ár olli vonbrigðum og það sést í augum allra í liðinu að menn ætla sér á EM 2020. Það yrði mikið afrek fyrir alla að komast þangað," sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði á fréttamannafundi á Stade de France.

Ísland mætir Frakklandi annað kvöld í undankeppni EM.

„Þeir eru heimsmeistarar af ástæðu. Það er erfitt að finna veikleika í þeirra liði en við höfum skoðað þá vel og horft á upptökur frá þeim."

„Þetta er öðruvísi áskorun en í síðasta leik. Það er ljóst að við verðum ekki með boltann eins mikið og í leiknum gegn Andorra og þurfum að verjast almennilega."

„EM 2016 var okkar fyrsta stórmót og eitthvað sem mun aldrei gleymast á Íslandi. Nú þurfum við að halda áfram og stefnum á að komast á EM 2020."

Leikur Frakklands og Íslands verður 19:45 annað kvöld, mánudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner