Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. mars 2019 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Berbatov: Pogba mun vera áfram hjá United
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov fyrrum leikmaður Manchester United telur að of mikið hafi verið gert úr orðum Paul Pogba þar sem hann sagði að það væri dramur allra að spila fyrir Real Madrid og Zidane.

„Real Madrid er eitt stærsta félag heims og ég hef alltaf sagt að það er draumur allra að spila fyrir félagið. Zinedine Zidane er líka kominn aftur til félagsins og það vilja allir leikmenn hafa hann sem lærimeistara," sagði Pogba um Real Madrid á dögunum.

Stuðningsmenn Manchester United voru ekkert alltof sáttir með þessi orð Pogba en Berbatov hefur ekki trú á öðru en að hann muni leika fyrir Manchester United í mörg ár í viðbót.

„Ég sjálfur fylgdist með mörgum öðrum liðum þegar ég var að spila hjá United og þar á meðal Real Madrid, Juventus og Bayern Munchen þar sem þessi lið spila öll flottan fótbolta og ég er hrifinn af því."

„Ég held að stuðningsmenn United þurfi ekkert að óttast um að Pogba sé á förum, við lifum í heimi þar sem maður getur sagt hvað sem er og oft eru hlutirnir teknir úr samhengi. Pogba mun áfram vera leikmaður Manchester United og það í langan tíma," sagði Berbatov að lokum.

Paul Pogba er í franska landsliðhópnum sem mætir Íslandi á Stade de France annað kvöld í undankeppni EM 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner