sun 24. mars 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
París
Búist við því að Frakkar breyti vörninni gegn Íslandi
Icelandair
Lucas Digne er á meiðslalistanum.
Lucas Digne er á meiðslalistanum.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, þjálfari Frakka.
Didier Deschamps, þjálfari Frakka.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Lucas Digne er farinn úr herbúðum franska landsliðsins vegna meiðsla. Hann er samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton og er farinn aftur til enska félagsins í meðhöndlun.

Didier Deschamps landsliðsþjálfari segir að hópur sinn sé tilbúinn að takast á við brotthvarf Digne og kallar ekki upp neinn leikmann í staðinn.

Digne var ónotaður varamaður þegar Frakkland vann Moldavíu í liðinni viku.

Frakkland mætir Íslandi annað kvöld á Stade de France, eins og allir lesendur vita.

Svona var byrjunarlið Frakklands í leiknum gegn Moldavíu: Lloris (m); Pavard, Varane, Umtiti, Kurzawa; Kante, Pogba, Matuidi; Mbappe, Griezmann, Giroud.

Franskir fjölmiðlar telja að varnarmaðurinn Presnel Kimpembe hjá PSG muni koma inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Íslandi í stað Samuel Umtiti, sem spilar fyrir Barcelona. Umtiti hefur mikið verið meiddur á tímabilinu og verður væntanlega hvíldur.

Hér má sjá franska hópinn:

Markverðir: Lloris (Tottenham), Areola (PSG), Mandanda (Marseille)

Varnarmenn: Kimpembe (PSG), Kurzawa (PSG), Pavard (Stuttgart), Sidibe (Mónakó), Umtiti (Barcelona), Varane (Real Madrid), Zouma (Everton)

Miðjumenn: Kante (Chelsea), Matuidi (Juventus), Ndombele (Lyon), Pogba (Man Utd), Sissoko (Tottenham)

Sóknarmenn: Martial (Man Utd), Mbappe (PSG), Thauvin (Marseille), Coman (Þýskaland), Fekir (Lyon), Giroud (Chelsea), Griezmann (Atletico Madrid)


Athugasemdir
banner
banner
banner