Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. mars 2019 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Gea vill verða þriðji launahæsti leikmaður heims
Mynd: Getty Images
Samingur David De Gea hjá Manchester United rennur út eftir næsta tímabil. Félagið stendur í samningsviðræðum við markmanninn en samningsaðilum virðist ekki koma heim og saman um það hvað De Gea á að fá í laun.

Manchester United er sagt vilja borga um 350 þúsund pund í vikulaun. De Gea er sagður vera með um 200 þúsund pund í vikulaun á núverandi samningi.

De Gea er sagður vilja fá rétt tæplega 500 þúsund pund á viku ef hann á að skrifa undir nýjan samning við félagið. Það myndi gera hann að þriðja launahæsta leikmanni heims, á eftir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem báðir eru með um 500 þúsund pund í laun á viku.

Neymar er svo næstur á eftir þeim með um 435 þúsund pund á viku. Alexis Sanchez er launahæsti leikmaður United um þessar mundir með um 400 þúsund pund á viku.

Samningur Sanchez er mikill hausverkur fyrir félagið þar sem Paul Pogba er einnig sagður vilja verða launahærri en Sanchez.

Real Madrid fylgist náið með framvindu mála hjá De Gea en félagið hefur haft augastað á markmanninum í langan tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner