Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. mars 2019 19:33
Hafliði Breiðfjörð
París
Franskir fréttamenn óttast Birki Bjarnason
Icelandair
Birkir fagnar marki sínu gegn Andorra á föstudaginn. Það er bara tvennt sem er pottþétt í fótbolta, hvert lið byrjar með 11 menn og Birkir Bjarnason skorar gegn Frökkum.
Birkir fagnar marki sínu gegn Andorra á föstudaginn. Það er bara tvennt sem er pottþétt í fótbolta, hvert lið byrjar með 11 menn og Birkir Bjarnason skorar gegn Frökkum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franskir fréttamenn óttast Birki Bjarnason miðjumann íslenska landsliðsins fyrir leik liðanna í undankeppni EM allstaðar 2020 en leikurinn fer fram á Stade de France í París annað kvöld.

Birkir hefur farið mikinn í þeim leikjum sem hann hefur mætt Frökkum og skorað í þeim öllum. Hann er auk þess heitur eftir að hafa skorað gegn Andorra á föstudaginn.

Birkir spilaði fyrst með landsliðinu gegn Frökkum í maí árið 2012 og skoraði annað marka Íslands í 3-2 tapi. Þetta var annar leikur Lars Lagerback með liðið.

Hann skoraði aftur gegn þeim í 5-2 tapi í 8 liða úrslitum EM í Frakklandi 2016 og svo þriðja sinni í vináttulandsleiknum í Guincamp í október en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli.

„Mér finnst hann mjög góður leikmaður og hæfileikar hans og reynsla skiptir okkur miklu máli," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi í kvöld þegar franskir fréttamenn spurðu hann út í Birki. Hamren var kominn við stjórnvölinn í október þegar liðin gerðu jafntefli.

„Hann skoraði gegn Frökkum í október og hann skoraði líka Andorra á föstudaginn," sagði Hamren.

„Hann er góður miðjumaður og góður í að skora mörk. En það er ekki bara .essi eini leikmaður, við þurfum að treysta á fleiri leikmenn," sagði hann.

„Við verðum að vera virkilega góðir sem lið og ef við gerum það getum við komið mörgum á óvart eins og Ísland hefur gert áður."
Athugasemdir
banner
banner
banner