Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. mars 2019 22:30
Hafliði Breiðfjörð
París
Freysi: Verður geggjað á móti heimsmeisturunum
Icelandair
Freysi fyrir leikinn gegn Andorra á föstudaginn.
Freysi fyrir leikinn gegn Andorra á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nú kemur alvöru leikur á móti heimsmeisturunum og það verður geggjað," segir Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins við Fótbolta.net.

Ísland mætir heimsmeisturum Frakka í undankeppni HM 2020 á Stade de France í París annað kvöld en liðið vann fyrsta leikinn í undankeppninni gegn Andorra á föstudagskvöldið 0-2.

„Við ákváðum að halda í boltann, hvíla okkur og spara hlaup undir lokin gegn Andorra. Það hjálpaði okkur helling og við náðum að taka Aron, Alfreð og Jóa snemma útaf. Það var planið að fá sem mest út úr þeim fyrir Frakka leikinn," sagði Freyr.

Þar sem aðeins tveir dagar eru milli leikjanna náði liðið aðeins einni æfingu í París fyrir leikinn annað kvöld en hún fór fram á keppnisvellinum klukkan 16:00 í dag að íslenskum tíma. Freyr segir þó að hann hafi haft nægan tíma til undirbúnings eða síðan dregið var í undankeppninni í lok síðasta árs.

„Ég er búinn að hafa fimm mánuði til að undirbúa mig fyrir Frakkaleikinn og það er allt klárt. Við vorum með mann í Moldavíu að taka þá út og skila okkur skýrslu. við erum gríðarlega vel undirbúnir fyrir leikinn," sagði Freyr en Frakkar unnu Moldavíu 4-0 í sínum fyrsta leik í undankeppninni á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner