sun 24. mars 2019 11:02
Elvar Geir Magnússon
París
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi: 5-3-2?
Leikurinn verður 19:45 annað kvöld
Icelandair
Ragnar Sigurðsson var maður leiksins gegn Andorra.
Ragnar Sigurðsson var maður leiksins gegn Andorra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvernig verður byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi? Fótbolti.net spáir því að Ísland muni fara í fimm manna vörn og Sverrir Ingi Ingason verði þriði miðvörðurinn.

Fyrir leikinn gegn Andorra sagði Freyr Alexandersson að leikmyndin væri með þeim hætti að það hentaði betur að hafa Ara Frey en Hörð Björgvin í vinstri bakverðinum. Í þessum leik verður leikmyndin allavega gjörólík og Hörður líklegur til að koma inn.

„Ég er búinn að gera þetta á tímabilinu, að spila laugardag, þriðjudag og laugardag. Ég verð klár á móti Frökkum, það er 100%," sagði Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Andorra.

Arnór Sigurðsson dettur væntanlega úr byrjunarliðinu og Jóhann Berg í sóknarlínunni með Alfreð.




Athugasemdir
banner
banner