Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. mars 2019 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Josef Martinez hoppaði áður en hann tók víti
Mynd: Getty Images
Venesúela vann góðan 1-3 sigur á Argentínu í vináttulandsleik á föstudaginn.

Salomon Rondon, framherji Newcastle, kom Venesúela yfir á sjöttu mínútu. Undir lok fyrri hálfleiks komst Venesúela í 2-0 með marki frá Jhon Murillo og þannig var staðan í hálfleik. Lautaro Martinez, leikmaður Inter, minnkaði muninn fyrir Argentínu.

Þegar stundarfjórðungur var eftir skoraði Venesúela úr vítapsyrnu og þar við sat. Vítaspyrnan var athyglisverð en hana tók Josef Martinez, leikmaður Atlanta United. Martinez tók gott tilhlaup að boltanum en stökk upp áður en hann kom að honum.

Martinez lenti og skaut strax í kjölfarið. Franco Armani í marki Argentínu var ekki nálægt því að verja. Sjáðu vítaspyrnuna hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner