banner
   sun 24. mars 2019 15:00
Hafliði Breiðfjörð
París
Raggi Sig: Getum gert betur gegn Frökkum
Icelandair
Raggi í sigrinum gegn Andorra á föstudaginn.
Raggi í sigrinum gegn Andorra á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður erfiðari leikur en gegn Andorra og með meira tempói, við undirbúum okkur fyrir það," sagði landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson við Fótbolta.net.

Ísland vann 0-2 sigur Andorra á föstudagskvöldið í fyrsta leik sínum í undankeppni EM allstaðar 2020.

Annað kvöld er mikið stærra verkefni þegar heimsmeistarar Frakka verða heimsóttir á Stade de France í París.

Við mættum Frökkum síðast í keppnisleik á EM 2016 þar sem við töpuðum 5-2 í 8 liða úrslitum. Liðin mættust svo í vináttuleik í Guincamp í október þar sem leikar fóru 2-2.

„Við sýndum það í æfingaleiknum síðast að við getum gert betur á móti Frökkum og við ætlum að reyna að endurtaka það og standa okkur betur en á Evrópumótinu," sagði Raggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner