Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. mars 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo besti erlendi miðjumaður í sögu Úrvalsdeildarinnar
Ronaldo ásamt Wayne Rooney
Ronaldo ásamt Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Könnun fór fram á BBC á dögunum þar sem bestu leikmenn Úrvalsdeildarinnar sem ekki eru fæddir á Bretlandseyjum voru valdir eftir því hvar á vellinum þeir spiluðu.

Valið fór þannig fram að nefnd valdi þrjá markmenn, þrjá varnarmenn, þrjá miðjumenn og fjóra sóknarmenn. Mengi leikmanna var það að þeir urðu allir að hafa komist í lið ársins í Úrvalsdeildinni. Svo var kosið um hver væri bestur í hverri stöðu og einnig hver fékk flestu atkvæðin sem besti erlendi leikmaður deildarinnar frá upphafi. Alls voru ríflega 250 þúsund atkvæði greidd í kosningunni.

Þeir þrír miðjumenn sem voru valdir af nefndinni voru þeir David Silva(Manchester City), Patrick Vieira(Arsenal og Manchester City) og Cristiano Ronaldo(Manchester United).

Vieira varð í þriðja sæti kosningarinnar, Silva í því öðru og Cristiano Ronaldo varð í því fyrsta. Ronaldo fékk alls 14% heildaratkvæða yfir hver væri besti útlendingurinn í sögu deildarinnar.

Þeir miðjumenn sem voru hvað næst því að komast á topp 3 listann voru þeir Claude Makalele(Chelsea), N'golo Kante(Leicester og Chelsea), Yaya Toure(Manchester City) og David Ginola(Tottenham, Newcastle, Everton og Aston Villa).

Alan Shearer, markahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar frá upphafi tjáði sig um Ronaldo á BBC í kjölfar kosningarinnar og hafði þetta að segja: „Hann er einn af bestu útlendingunum í sögu deildarinnar, án alls vafa. Hann var frábær hjá Manchester United og svo hélt hann áfram og gerði frábæra hluti hjá Real Madrid."
Athugasemdir
banner
banner
banner