Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. mars 2019 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu myndbandið: Nafn Patriks sett á skilti hjá Brentford
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson varð á dögunum tólfti leikmaðurinn úr varaliði Brentford til þess að spila leik fyrir aðallið félagsins.

Patrik kom inn á í leik liðsins gegn Middlesbrough og hélt hreinu þær mínútur sem hann spilaði.

Í nóvember dó Robert Rowan, þáverandi yfirmaður tæknimála hjá félaginu. Rowan var ungur að árum og dó úr hjartagalla.

Brentford minnast hans með því að nefna skilti eftir honum með öllum þeim leikmönnum sem hafa komið úr varaliði félagsins og spilað aðalliðs leik fyrir Brentford.

Myndband af innvígslu Patriks á skiltið og nafnabreytingu þess má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner