sun 24. mars 2019 21:49
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Undankeppni EM: Nico Schulz hetja Þýskalands gegn Hollandi
Nico Schulz skoraði sigurmark Þjóðverja.
Nico Schulz skoraði sigurmark Þjóðverja.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard skoraði í sigri Belga á Kýpur.
Eden Hazard skoraði í sigri Belga á Kýpur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir fóru fram í kvöld í undankeppni EM allsstaðar 2020, þar var stórleikur kvöldsins viðureign Hollands og Þýskalands.

Þjóðverjar byrjuðu betur og voru komnir í 0-2 eftir 34. mínútur, þeir Leroy Sane og Serge Gnabry skoruðu mörk Þjóðverja í fyrri hálfleik.

Hollendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og Matthijs de Ligt minnkaði muninn strax í upphafi seinni hálfleiks. Memphis Depay jafnaði svo metin á 63. mínútu og mikil spenna í þessum stórleik. Nico Schulz reyndist svo hetja Þýskalands í leiknum þegar hann skoraði sigurmarkið undir lok leiksins, niðurstaðan því 2-3 sigur gestanna frá Þýskalandi.

Í sama riðli áttust við Norður-Írland og Hvíta-Rússland, Corry Evans kom heimamönnum yfir á 30. mínútu en þremur mínútum síðar var staðan aftur orðin jöfn þegar Igor Stasevich skoraði. Josh Magennis skoraði sigurmarkið undir lok leiksins og tryggði Norður-Írum stigin þrjú.

Í G-riðli fóru fram tveir leikir, Slóvenía og Norður-Makedónía skildu jöfn 1-1 og Pólland vann þægilegan sigur á Lettlandi 2-0 þar sem Robert Lewandowski og Kamil Glik skoruðu mörkin.

Eini leikur kvöldsins í I-riðli var viðureign Kýpur og Belga en þar sigruðu gestirnir 0-2, Eden Hazard og Michy Batshuayi skoruðu mörkin.

C-riðill
Norður-Írland 2 - 1 Hvíta-Rússland
1-0 Corry Evans ('30)
1-1 Igor Stasevich ('33)
2-1 Josh Magennis ('87)

Holland 2 - 3 Þýskaland
0-1 Leroy Sane ('15)
0-2 Serge Gnabry ('34)
1-2 Matthijs de Ligt ('48)
2-2 Memphis Depay ('63)
2-3 Nico Schulz ('90)

G-riðill
Slóvenía 1 - 1 Norður-Makedónía
1-0 Miha Zajc ('34)
1-1 Enis Bardi ('47)

Pólland 2 - 0 Lettland
1-0 Robert Lewandowski ('76)
2-0 Kamil Glik ('84)

I-riðill
Kýpur 0 - 2 Belgía
0-1 Eden Hazard ('10)
0-2 Michy Batshuayi ('18)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner