banner
   sun 24. mars 2019 18:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Van Dijk þarf að vinna titla til að komast í hóp með þeim bestu"
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur sannað það á undanförnum mánuðum með frammistöðu sinni að hann er með bestu miðvörðum í heimi um þessar mundir.

Mario Melchiot fyrrum landsliðsmaður Hollands telur að Van Dijk þurfi að vinna titla til að komast í hóp með bestu miðvörðum sögunnar.

„Nú er það mjög mikilvægt fyrir hann og liðið hans að þeir fari að vinna titla því það er það sem þarf til að komast í hóp með þeim bestu."

„Að vera frábær varnarmaður er eitt en þegar þú bætir titlum við það þá getur maður komið sér í hóp með bestu varnarmönnum sögunnar, frábærir leikmenn vinna titla," sagði Mario Melchiot.

Það er stórleikur framundan í kvöld hjá Van Dijk og félögum hans í hollenska landsliðinu en þeir mæta Þýskalandi í undankeppni EM, flautað verður til leiks klukkan 19:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner