Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. mars 2020 20:30
Brynjar Ingi Erluson
WBA skaut á atvinnumann í FIFA - „Þetta er vanvirðing"
Callum Robinson í leik með WBA
Callum Robinson í leik með WBA
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið heldur stuðningsmönnum sínum við efnið á meðan ekkert er spilað en Callum Robinson, leikmaður liðsins, spilaði fyrir hönd félagsins gegn Ajax í tölvuleiknum FIFA 20.

Ajax sendi atvinnumann í FIFA og einn öflugasta spilara Hollands til þess að spila á móti Robinson en uppleggið var þannig að Robinson átti að spila við einn leikmann liðsins.

Ajax vann leikinn 5-1 og ákvað WBA og Robinson að skjóta létt á félagið og spilarann en hann tók því afar illa og sárnaði í raun er hann las færslu félagsins á Twitter.

„Hugrökk frammistaða hjá Callum Robinson sem tapaði fyrir atvinnumanni sem hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár," stóð í færslu WBA.

Spilarinn svaraði fyrir sig en sá heitir Dani Hagebeuk og var hann sár yfir þessu gríni hjá enska félaginu.

„Í alvöru talað? Af hverju eruð þið að reyna að grilla mig þegar ég er að reyna að keppa og safna pening í góðgerðarmál? Ekki reyna að grilla mig þegar þið vitið ekkert um líf mitt. Þetta er vanvirðing og ég er að gera margt til að aðstoða fólk sem þarf á hjálp að halda," skrifaði hann á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner