Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 24. mars 2021 17:00
Arnar Laufdal Arnarsson
Andstæðingar U21 - Rússar læstu vörninni
Icelandair
Fedor Chalov er lykilmaður hjá Rússum.  Hann spilar með CSKA Moskvu eins og Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon.
Fedor Chalov er lykilmaður hjá Rússum. Hann spilar með CSKA Moskvu eins og Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Getty Images
Ivan Oblyakov
Ivan Oblyakov
Mynd: Getty Images
Shapi Suleymanov
Shapi Suleymanov
Mynd: Getty Images
U21 landslið karla hefur leik í lokakeppni EM á fimmtudag þegar það mæti Rússum klukkan 17:00. Ungstirnin skoða andstæðinga Íslands og hér að neðan má sjá kynningu á liði Rússa.

Undankeppnin
Rússneska liðið átti góða undankeppni og vann riðilinn sinn með 23 stig úr 10 leikjum, liðið skoraði 22 mörk, fékk aðeins á sig 4 mörk og endaði riðilinn með +18 í markatölu. Önnur lið í riðlinum voru Pólland, Búlgaría, Serbía, Eistland og Lettland

Þjálfarinn

Mikhail Galaktionov
36 ára Rússi sem hefur starfað sem yngri landsliðsþjálfari hjá Rússlandi nánast allann sinn þjálfaraferil með smá stoppi hjá Dynamo Moskvu og FC Akhmat Grozny. Galaktionov hefur verið undir stjórn hjá U-21 liðinu hjá Rússlandi síðan 2018.

Lykilleikmaður

Fedor Chalov
Framherji CSKA Moskvu sem hefur skorað 10 mörk í 20 leikjum fyrir U-21 árs liðið. Árið 2019 var hann orðaður við Chelsea, Liverpool, Arsenal og Crystal Palace. Hefur skorað 5 mörk og lagt upp 4 í 20 leikjum fyrir CSKA hingað til á tímabilinu. Verður áhugavert að sjá hvernig varnarmenn okkar glíma við þennan öfluga framherja.

Leikmenn til að fylgjast með

Nail Umyarov
Lék 8 leiki með Rússum í undankeppninni, djúpur miðjumaður fæddur árið 2000 hjá Spartak Moskvu sem hefur spilað 19 leiki fyrir Spartak í vetur og lagt upp 2 mörk.

Ivan Oblyakov
Fyrirliði liðsins sem spilar á miðri miðjunni hjá CSKA Moskvu. Fæddur 1998 og hefur spilað 27 leiki fyrir U-21 árs liði og skorað 6 mörk. Leikið 20 leiki fyrir CSKA á þessu tímabili, skorað 1 og lagt upp 2.

Shapi Suleymanov
Kantmaður Krasnodar í Rússlandi fæddur 1999, hefur leikið 10 leiki fyrir U-21 árs lið Rússlands og skorað 3 mörk. Hefur spilað 22 leiki fyrir Krasnodar, skorað 4 og lagt upp 1.

Yngsti leikmaðurinn

Arsen Zakharyan
Miðjumaður hjá Dynamo Moskov, fæddur árið 2003 og er því aðeins 17 ára gamall. Hefur leikið 6 leiki með Dynamo Moskvu hingað til á leiktíðinni, skorað 1 mark og lagt upp 2.
Þetta er í fyrsta skipti sem hann er valinn í 21 árs hóp Rússa og verður spennandi að sjá hvort hann fái sénsinn gegn Íslandi í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner