Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. mars 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Arnar nær ekki U21 leiknum - Vill sjá menn setja pressu á A landsliðið
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar á æfingu á EM í Danmörku árið 2011.
Aron Einar á æfingu á EM í Danmörku árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, mun ekki ná að horfa á U21 landsliðið spila gegn Rússum í lokakeppni EM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 en klukkan 19:45 mætir A-landsliðið Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM.

Arnar þjálfaði U21 landsliðið í undankeppninni en Davíð Snorri Jónasson tók við starfi hans fyrr á árinu.

„Ég mun sleppa því. Ég hef nóg annað að gera," sagði Arnar í dag aðspurður hvort hann muni sjá U21 spila á morgun.

„Ég treysti nýju þjálfarateymi þar 100% fyrir verkefninu. Ég treysti leikmönnunum líka. Þeir hafa unnið sér þetta inn og það er þeirra að taka næsta skref. Ég hef rætt við Aron undanfarna daga og þetta er frábær reynsla fyrir þesa stráka. Það er þeirra að taka næstu skref á næstu mánuði og árum og setja pressu á þá leikmenn sem eru í A-landsliðinu."

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var í u21 landsliðinu sem fór í lokakeppni á EM í Danmörku árið 2011. Nú tíu árum síðar er Ísland aftur komið í lokakeppni.

„Þeir eru að fara inn í skemmtilega keppni og skemmtilegan leik. Þeir eiga möguleika þarna," sagði Aron á fréttamannafundi í dag.

„Þetta verður erfiður leikur en miðað við það sem maður er búinn að heyra og sjá þá er þeta vel drillað lið, heilsteyptir strákar sem eru að berjast fyrir hvorn annan. Það er gríðarlega mikilvægt. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast hjá þeim og hvað verður næsta skref hjá þeim. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis."

Á morgun
17:00 U21: Rússland - Ísland
19:45 A: Þýskaland - Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner