Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 24. mars 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Viðars: Sex stig eitthvað sem við værum sáttir við
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með allt sem við höfum náð að fara yfir á þessum fyrstu tveimur dögum. Fundirnir hafa verið margir og lengri en venjulega. Sem betur fer höfum við getað farið þrisvar út á æfingavöllinn. Við höfum gengið í gegum hlutina tvisvar og tókum góða æfingu í gær þar sem tempóið var hærra," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

Ísland hefur leik í undankeppni HM klukkan 19:45 annað kvöld gegn sterku liði Þýskalands.

„Leikurinn á morgun leggst að sjálfsögðu vel í okkur. Við erum að fara að spila við eina stærstu knattspyrnuþjóð í heiminum. Þeir eru með marga frábæra leikmenn í sínum hópi."

„Við erum brattir og hlökkum til að byrja þetta ævintýri og nýja undakeppni. Það eru möguleikir fyrir hvern einasta leik og við göngum að sjálfsögðu út frá því að við eigum möguleika til að stríða Þjóðverjunum á morgun."


Ísland mætir Armeníu á útivelli á sunnudag og Liechtenstein í næstu viku. Hvað yrði ásættanlegur stigafjöldi í þessum landsliðsgluga?

„Ég reyni að hugsa sem minnst stigalega. Sex stig er eitthvað sem við værum sáttir við. Sjö stig mjög sáttir. Níu stig þá getum við talað um frábær úrslit," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner