Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. mars 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Davíð Snorri: Hef verið mjög hrifinn af því sem ég hef séð
Icelandair
Davíð á æfingu í Ungverjalandi.
Davíð á æfingu í Ungverjalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá æfingu í Ungverjalandi.
Frá æfingu í Ungverjalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Rússneska liðið vann sinn riðil og gerði virkilega vel. Þeir eru með virkilega góða liðsheild og þetta eru duglegir og góðir íþróttamenn. Skemmtilegur og krefjandi leikur sem við erum að fara í. Við hlökkum til að spila við þá á morgun," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðs Íslands, á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Rússum á EM í Ungverjalandi á morgun.

Skærasta stjarnan í rússneska liðinu er Fedor Chalov framherji CSKA Moskvu sem hefur skorað 10 mörk í 20 leikjum fyrir U-21.

„Chalov er flottur leikmaður sem hefur spilað vel eins og fleiri lekmenn í þessu rússneska liði. Við þurfum að klára okkar varnarleik frekar en að einblína mikið á einstaklinga í hinu liðinu," sagði Davíð.

Davíð tók við U21 liðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun árs og hann hefur verið ánægður með fyrstu dagana með liðið.

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt fyrst og fremst. Þetta er stærsta sviðið og risastórt verkefni. Við reyndum að eiga ágætis samskipti í aðdraganda mótsins og kynna mér vel hvað þeir hafa verið að gera og hvernig íslenska liðið hefur spilað. Ég hef verið mjög hrifinn af því sem ég hef séð undanfarna daga."

Undirbúningurinn fyrir mótið hefur gengið vel og kórónuveiran hefur ekki sett strik í reikninginn hingað til. Leikmenn fara reglulega í skimun vegna veirunnar.

„Eins og staðan er hefur ekkert komið upp með Covid. Þetta er ellefu daga törn þar sem við þurfum að vera á tánum. Vissir starfsmenn innan hópsins eru með það verkefni að passa upp á að við fylgum öllum sóttvarnarreglum."

Jón Dagur Þorsteinsson er fyrirliði í íslenska liðinu og Davíð tjáði sig um hann á fundi dagsins.

„Hann er með mikla virðingu í hópnum, góður fótboltamaður sem nær að tengja við alla í hópnum. Hann hefur mikla virðingu og leikreynslu. Frábær fyrirliði."
Athugasemdir
banner
banner
banner