Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. mars 2021 09:23
Magnús Már Einarsson
Ísak á topp tíu fyrir EM - Líkt við Modric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
The Athletic birti í dag lista yfir tíu leikmenn sem stórlið í Evrópu munu fylgjast vel með á EM U21 landsliða sem hefst í Ungverjalandi á morgun.

Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping og Íslands er á listanum.

Í umsögn The Athletic er sagt að Ísak hafi vakið áhuga Inter Milan, Juventus og Manchester United eftir frammistöðu sína með Norrköping.

„Tölfræði fá smarterscout sýnir líkindi við Luka Modric hjá Real Madrid, miðjumaður sem getur tengt vörn og sókn vel - Ekki slæmur leikmaður til að vera líkt við," segir í umsögn um Ísak en hann fagnaði 18 ára afmæli sínu í gær.

Aðrir leikmenn á lista
Pedro Goncalves (Portúgal)
Wahid Faghir (Danmörk)
Sven Botman (Holland)
Noni Madueke (England)
Aurelien Tchouameni (Frakkland)
Youssoufa Moukoko (Þýskaland)
Marc Cucurella (Spánn)
Gianluca Scamacca (Ítalía)
Fedor Chalov (Rússland)
Athugasemdir
banner
banner
banner