Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. mars 2021 16:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Íslands og staðan á okkar mönnum
Icelandair
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason.
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld mætast Þýskaland og Ísland í undankeppni HM í Duisburg í Þýskalandi.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur opinberað að Jóhann Berg Guðmundsson muni byrja á bekknum. Tveir leikmenn sem voru upphaflega í hópnum drógu sig út; Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson.

Fótbolti.net spáir því að Arnar muni treysta að stórum hluta á reynsluna og gamla bandið gegn fjórföldum heimsmeisturum Þýskalands. Spáð er að byrjunarlið Íslands verði svona:



Hér er svo samantekt á því hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem eru í íslenska hópnum:

Markmenn:

Hannes Þór Halldórsson | Valur - Leikur með Íslandsmeisturum Vals þar sem undirbúningstímabilið er í fullum gangi.

Ögmundur Kristinsson | Olympiakos - Vermir varamannabekk gríska liðsins en fær að spila bikarleikina.

Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal - Er orðinn þriðji markvörður Arsenal en hefur þó leikið sex leiki með liðinu á tímabilinu.

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson | Valur - Leikur með Íslandsmeisturum Vals þar sem undirbúningstímabilið er í fullum gangi.

Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt - Lykilmaður og spilar alla leiki Darmstadt sem er um miðja þýsku B-deildina.

Sverrir Ingi Ingason | PAOK - Lykilmaður í vörn PAOK sem er í þriðja sæti grísku deildarinnar.

Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv - Hefur bara spilað 45 mínútur fyrir úkraínska liðið Rukh Lviv síðan hann gekk í raðir félagsins og það eru einu mínútur hans á almanaksárinu 2021.

Alfons Sampsted | Bodö Glimt - Byrjunarliðsmaður hjá Noregsmeisturunum en þar í landi er undirbúningstímabilið í fullum gangi.

Ari Freyr Skúlason | KV Oostende - Spilar nánast í öllum leikjum belgíska liðsins en það er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar.

Kári Árnason | Víkingur R. - Leikur með Víkingum þar sem undirbúningstímabilið er í fullum gangi.

Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva - Lykilmaður í vörn CSKA en liðið er í fimmta sæti rússnesku deildarinnar.

Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg - Er hjá norska stórliðinu Rosenborg en þar er undirbúningstímabilið í fullum gangi.

Hjörtur Hermannsson | Bröndby - Hefur spilað stórt hlutverk með danska liðinu eftir vetrarfrí.

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi - Lykilmaður hjá Al Arabi í Katar en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar.

Birkir Bjarnason | Brescia - Spilar alla leiki Brescia sem er í 10. sæti ítölsku B-deildarinnar.

Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj - Gekk í raðir rúmensku meistarana í febrúar og hefur spilað fyrstu leiki sína fyrir liðið.

Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution - Nýgenginn í raðir bandaríska MLS-liðsins eftir tvö ár hjá Malmö í Svíþjóð.

Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley - Vegna meiðsla hefur hann aðeins náð að spila 15 leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva - Hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö mörk í sautján leikjum í rússnesku úrvalsdeildinni.

Sóknarmenn:

Jón Daði Böðvarsson | Millwall - Er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 33 leikjum í Championship-deildinni á tímabilinu.

Kolbeinn Sigþórsson | IFK Gautaborg - Nýgenginn í raðir Gautaborgar og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið fyrr í þessum mánuði.

Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar - Hefur skorað átt mörk og átt þrjár stoðsendingar í hollensku úrvalsdeildinni.

Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia - Hefur komið inn af bekknum í átta leikjum í ítölsku B-deildinni en er ekki kominn á blað.
Athugasemdir
banner
banner
banner