Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. mars 2021 12:12
Magnús Már Einarsson
Löw: Ekki óvænt að Ísland skori ekki mikið
Icelandair
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, ræddi um íslenska landsliðið á fréttamannafundi í dag fyrir leik liðanna í undankeppni HM annað kvöld klukkan 19:45.

Löw hrósaði íslenska liðinu fyrir þéttan varnarleik og hugarfarið.

Þýskur fréttamaður spurði Löw á fréttamannafundi í dag af hverju Íslendingar eru með jafn góð landslið í fótbolta og handbolta og raun ber vitni.

„Ég tel að íþróttir skipti miklu máli á Íslandi. Þetta er land ofarlega í norðri þar sem er kalt á veturnar en boltaíþróttir eru mikið spilaðar þar. Íslendingar eru þekktir fyrir hugarfar sigurvegarans og heilbrigt hugarfar," sagði Löw.

„Maður sér að íslenski hópurinn er þéttur, liðið spilar góða vörn og þess vegna er ekki óvænt að þeir skori ekki mikið af mörkum."

„Þeir eru fjótir fram völlinn og líta vel út. Þeir nota mikið háa bolta fram völlinn og eru fljótir. Þeir eru þéttir og sterkir. Það er erfitt að spila gegn þannig liði."


Leikir A-landsliðsins:

FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir
banner