mið 24. mars 2021 19:20
Aksentije Milisic
Nedved: Pirlo og Ronaldo verða áfram hjá Juventus
Mynd: Getty Images
Varaforseti Juventus og fyrrverandi leikmaður liðsins, Pavel Nedved, hefur sagt að bæði Andrea Pirlo, þjálfari liðsins og Cristiano Ronaldo verði áfram hjá félaginu.

Ronaldo hefur verið orðaður burt frá Juventus eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu og þá hafa margir kallað eftir því að Andrea Pirlo verði látinn fara sem þjálfari liðsins.

Juventus hefur átt slæmt tímabil en liðið er tíu stigum frá toppnum í Serie A deildinni og dottið úr leik í Meistaradeildinni. Liðið er þó enn á lífi í ítalska bikarnum.

„Ronaldo mun ekki fara. Hann er með samning hér til júní mánaðar árið 2022 og hann mun vera hér. Eftir það sjáum við hvað gerist," sagði Pirlo.

„Hann er einfaldur náungi, þó hann líti ekki þannig út. Hann hefur gert svo ótrúlega mikið fyrir okkur, bæði innan og utan vallar."

Þá tjáði Nedved sig um þjálfarann, Andrea Pirlo.

„Pirlo verður áfram þjálfari Juventus, það er 100%. Við erum rólegir, hann hefur allt sem þarf til að vera frábær þjálfari."
Athugasemdir
banner