Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. mars 2021 08:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Kjarninn 
Ríkissjóður gerir ekki ráð fyrir fjármagni í nýjan þjóðarleikvang
Bjarni Benediktsson á Laugardalsvelli.
Bjarni Benediktsson á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki er gert ráð fyrir því að setja fjár­magn í nýjan þjóð­ar­leik­vang í fótbolta í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2022-2026. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti áætlunina í fyrra­dag.

Fjallað er um þetta hjá Kjarnanum.

Í fjármálaáætluninni segir að áform um þjóð­ar­leik­vang í fótbolta séu enn það skammt á veg komin að ekki þótti tíma­bært að gera ráð fyrir fjár­mögnun í þess­ari áætl­un.

Þann 10. nóv­em­ber á síðasta ári sendi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið frá sér til­kynn­ingu þar sem greint var frá því að rík­is­stjórnin hefði sam­þykkt á fundi sínum þann dag að hefja við­ræður við Reykja­vík­­­ur­­borg um næstu skref vegna bygg­ingu nýs þjóð­­ar­­leik­vangs,

Bjarni Benediktsson sagðist þá bjartsýnn á að nýr þjóðarleikvangur myndi rísa sem fyrst.

„Ég fagna því að málið sé komið á hreyfingu og þetta er rétti tíminn til að hefja undirbúning slíkra framkvæmda," sagði Bjarni en Laugardalsvöllur er barn síns tíma og stenst ekki kröfur um þjóðarleikvanga í dag.

Nú, rúmum fjórum mán­uðum síð­ar, er ekki gert ráð fyrir því í áformum stjórn­valda að fjár­magni verði veitt í verk­efnið út árið 2026.

Nánar um málið hjá Kjarnanum.
Athugasemdir
banner