banner
   mið 24. mars 2021 20:40
Aksentije Milisic
„Ronaldo er ánægður hjá Juventus"
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, leikmaður Juventus, segir að samherji sinn Cristiano Ronaldo sé ánægður hjá Juventus þrátt fyrir orðróma um það að hann gæti verið á leið aftur til Real Madrid.

Ronaldo fékk mikla gagnrýni þegar Juventus féll úr leik gegn Porto í Meistaradeild Evrópu og þá tapaði liðið einnig síðasta deildarleik sínum sem var gegn Benevento á heimavelli.

Morata segir að Ronaldo sé ánægður hjá Juventus en hann sé samt ennþá mjög reiður yfir því að liðið sé dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu. Þá kom Spánverjinn samherja sínum til varnar.

„Þetta hefur verið flókið ár, litlu atriðin sáu til þess að við duttum úr leik í Meistaradeildinni. Það var okkur öllum að kenna," sagði Morata.

„Ég þarf ekki að útskýra hver Cristiano er. Hann mun alltaf reyna að verja treyju Juventus. Hann er vanur að spila í úrslitaleik Meistaradeildinnar."

„Hann er reiður, sem er eðlilegt. Hann er vanur að vinna. Hann er samt sáttur hér og sáttur með hópinn. Ég vil að hann verði hér áfram, Juventus verður að hafa heimsklassa leikmenn."

Þetta timabil hefur verið mikil vonbrigði hjá Juventus undir stjórn Andrea Pirlo. Liðið er tíu stigum á eftir toppliði Inter í deildinni og er úr leik í Meistaradeildinni. Liðið á þó enn möguleika á því að hreppa ítalska bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner