Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. mars 2021 19:40
Aksentije Milisic
Segir að Bale sé ekki sáttur með tíma sinn hjá Spurs
Mynd: Getty Images
Ramon Calderon, fyrrverandi forseti Real Madrid, segir að Gareth Bale sé ekki sáttur með hvernig tími hans hjá Tottenham hefur verið eftir endurkomuna.

Bale sagði að hann býst við því að snúa aftur til Real Madrid eftir að tímabilinu lýkur en hann á enn eftir eitt ár af samningi sínum við stórliðið.

Bale virtist vera finna sitt besta form á ný en hann hafði skorað sex mörk í sex leikjum í febrúar og mars mánuði. Hann var hins vegar aftur mættur á bekkinn í sigri Tottenham gegn Aston Villa í síðustu umferð þar sem hann spilaði ekki mínútu.

Jose Mourinho virtist ekki vera sáttur með leikmanninn og framlag hans þegar Tottenham datt úr leik í Evrópudeildinni og þá tók hann Bale snemma af velli í tapinu gegn Arsenal á dögunum. Bale var hissa á þeirri skiptingu.

„Hann er ekki sáttur með tíma sinn hjá Tottenham og Mourinho virðist vera á sama máli," sagði Calderon.

„Mourinho reiknar ekki með honum í mörgum leikjum og Bale er ósáttur með það. Þess vegna vill hann snúa aftur til Madrid."

Bale hefur einungis spilað 12 deildarleiki á þessari leiktíð fyrir Tottenham og eins og áður segir, spilaði hann ekki eina mínútu í síðasta deildarleik gegn Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner