Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. mars 2021 19:07
Aksentije Milisic
Solskjær hringir reglulega í Haaland - Reynir að sannfæra hann
Mynd: Molde
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hringir reglulega í Erling Braut Haaland og reynir að sannfæra hann um að ganga í raðir Manchester United í sumar.

Fastlega er búist við því að Haaland yfirgefi Borussia Dortmund í sumar og eru öll stærstu lið Evrópu á eftir Norðmanninum öfluga.

Solskjær og Haaland þekkjast vel frá tíma þeirra saman hjá Molde og vonast Solskjær eftir því að þeir sameinist á ný í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland hefur verið í rosalegu formi á þessari leiktíð, bæði hjá félagsliði og landsliði. Hann hefur skorað 39 mörk í 36 leikjum í öllum keppnum.

United þarf hins vegar að vinna með umboðsmanninum Mino Raiola ætli félagið sér að krækja í Haaland. Raiola hefur verið erfiður fyrir United undanfarna mánuði, vegna framtíð Paul Pogba hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner