Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. mars 2021 19:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Það eru allir mannlegir, þeir sem voru ekki valdir eru afbrýðissamir"
Icelandair
Daníel fyrir landsleik haustið 2019
Daníel fyrir landsleik haustið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 En spurning hvað þjálfararnir voru að hugsa
En spurning hvað þjálfararnir voru að hugsa
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ég var alla vega ekki að spila illa þessar vikur fyrir val
Ég var alla vega ekki að spila illa þessar vikur fyrir val
Mynd: Hanna Símonardóttir
Ég held mjög mikið með þeim og vona að þeim gangi vel
Ég held mjög mikið með þeim og vona að þeim gangi vel
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Hafsteinsson á að baki ellefu U21 landsleiki. Hann byrjaði gegn Lúxemborg heima og gegn Svíþjóð úti. Hann kom svo inn á sem varamaður gegn Írlandi á heimavelli. Daníel missti af leikjunum 2020 vegna meiðsla. Hann spilaði sjö vináttuleiki með liðinu og einn leik í undankeppni fyrir EM 2019.

Daníel er fæddur árið 1999 og gekk í raðir uppeldisfélagsins KA frá Helsinborg í febrúar. Hann var ekki einn af þeim 23 sem Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, valdi í hópinn sem hélt til Ungverjalands á sunnudag til að taka þátt í lokakeppni EM U21 árs landsliða.

Fréttaritari heyrði í Daníel og fékk viðbrögð hans við valinu.

Hvernig var svona síðasti mánuður fram að vali, hvernig varstu að upplifa þetta?

„Ég pældi auðvitað í valinu og fannst alveg líklegt að ég yrði valinn þó svo ég hafi ekki verið í síðustu hópum vegna meiðsla. Ég var ekkert að deyja úr stressi og var bara að bíða og sjá. Mér fannst það í raun líklegra en ekki að ég yrði í hópnum. Síðan birtist hópurinn og það var létt högg. Ég var ekkert 100% á að vera í hópnum og var smá undirbúinn undir þetta.“

Hvenær áttaru þig á því að þú værir ekki í hópnum?

„Ég átta mig eiginlega á því þegar þessi hópur lekur út eða hvað við eigum að kalla það. Þá var ég ekki búinn að heyra neitt frá þjálfurunum og síðan talaði ég við strákana og þeir voru ekki búnir að heyra neitt heldur. Síðan var hópurinn birtur opinberlega og þá var búið að láta strákana vita.“

Erum við að tala um algjört klúður með þessum „leka“. Vissu strákarnir ekki að það átti að velja þá?

„Ég veit það ekki, það gæti vel verið að strákarnir hafi verið að hlífa mér eitthvað þar til hópurinn yrði opinberaður.“

Hvernig voru viðbrögðin, var þetta mikið svekkelsi?

„Já, ég hafði enga hugmynd um hvað myndi gerast. Ég var ekki búinn að heyra neitt og labba svo inn í klefa á æfingu og þá var þessi hópur kominn á netið. Einhver sagði við mig: „leiðinlegt að sjá hópinn“. Ég svaraði bara: „Ha, hvað meinaru?“ Ég hafði ekki hugmynd og þetta var mjög skrítið. Ég tók þessu ekkert mjög vel, mér fannst þetta leiðinlegt og alltaf létt högg.“

Öfundaru strákana?

„Já, að sjálfsögðu öfunda ég þá, ég væri til í að vera þarna og spila í lokakeppninni. Sérstaklega núna þegar við fáum þessar fréttir að við megum ekki æfa hér heima, það gerir þetta ennþá verra. Ég horfi ekki á leikina og vona að þeim gangi illa, alls ekki. Ég held mjög mikið með þeim og vona að þeim gangi vel, það er örugglega geggjað fyrir þá að vera þarna og taka þátt í þessum erfiða riðli.“

„Ég auðvitað styð strákana en það eru allir mannlegir, þeir sem voru ekki valdir eru afbrýðissamir. Mér finnst ég klárlega eiga skilið að vera í þessum hóp, ég hef fulla trú á sjálfum mér. Ég geri mér grein fyrir því að það eru stærri nöfn en ég sem myndu líklega byrja leikina en ég hefði alltaf verið til í að vera í kringum hópinn og reyna hjálpa eittthvað til."


Hugsaru út í það hvers vegna þú ert ekki í hópnum? Gæti það verið að þú sért kominn aftur í KA, meiðslin á síðasta ári? Fer hausinn þangað?

„Já, maður er búinn að hugsa helling. Ég veit ekki hvað það er, blanda af báðu kannski. Kannski spilar það eitthvað inn í að ég sé í KA en það gerir mig alls ekki að verri leikmanni. Ég hef ekki talað við Davíð Snorra eða neinn um þetta. Ég veit ekki hvað það var, ég var alla vega ekki að spila illa þessar vikur fyrir val. Ég skoraði nokkur mörk og var að leggja upp. Þó það hafi ekki verið gegn bestu liðunum þá gat ég ekkert gert betur á því sviði en spurning hvað þjálfararnir voru að hugsa.“

Það sáu fáir þennan leik gegn Svíum úti, fannst þér þú eiga lélegan leik þar?

„Við töpuðum 5-0 og ég var að spila djúpur á miðju. Varnarlega hefðu allir mátt gera betur, við vorum mjög opnir á miðsvæðinu. Með boltann var ég mjög góður og þjálfarar Helsingborg hrósuðu mér mikið fyrir hvernig ég var á boltann. Það skipti svo sem litlu máli þegar liðið fær á sig fimm mörk. Ég myndi alls ekki segja að ég hafi átt vondan leik þar en varnarlega hefði ég getað gert miklu betur.“

Gaf Davíð Snorri eitthvað uppi á þessum æfingum í mars?

„Nei, það var ekkert þannig. Þetta var blanda af strákum á Íslandi og örfáir sem voru líklegir á lokamótið. Hann var bara að skoða og rosalega erfitt að sýna eitthvað mikið. Ég talaði aðeins við Davíð, hann var ekkert að ræða hópinn, heldur hvernig hefði verið úti og hvað ég ætlaði mér að gera hérna heima. Það var ekkert gefið upp þar,“ sagði Danni.
Athugasemdir
banner
banner