Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. mars 2021 21:40
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Belgía ekki í vandræðum með Wales - Frakkland gerði jafntefli
Lukaku skoraði úr vítaspyrnu.
Lukaku skoraði úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Tvö stykki hjá Mitrovic í kvöld.
Tvö stykki hjá Mitrovic í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þrenna.
Þrenna.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ellefu leikjum var að ljúka í Undankeppni HM 2022 en hún hófst í dag með leik Tyrklands og Hollands í G-riðli. Tyrkland vann þar góðan 4-2 sigur.

Í A-riðli voru tveir leikir á dagskrá. Í Portúgal mættust Portúgal og Azerbaijan á Ítalíu. Aðeins eitt mark var skorað í þeim leik og var það sjálfsmark hjá Azerbaijan og því 1-0 sigur Portúgal staðreynd.

Á sama tíma mættust Serbía og Írland í Serbíu. Írar komust yfir en Serbarnir svöruðu með þremur mörkum. Aleksandar Mitrovic gerði tvö mörk en Dusan Tadic lagði upp öll þrjú mörk Serbana.

Portugal 1 - 0 Azerbaijan
0-1 Maksim Medvedev ('36 , sjálfsmark)

Serbia 3 - 2 Ireland
0-1 Alan Browne ('18 )
1-1 Dusan Vlahovic ('40 )
2-1 Aleksandar Mitrovic ('69 )
3-1 Aleksandar Mitrovic ('76 )
3-2 James Collins ('86 )

Í D-riðli áttu Finnar og Frakkar heimaleiki. Finnland fékk Bosníu Herzegóvínu í heimsókn og lauk leiknum með 2-2 jafntelfi þar sem gestirnir jöfnuðu seint í leiknum. Teemu Pukki gerði tvennu fyrir Finnland.

Frakkland missteig sig gegn Úkraínu á heimavelli. Antonie Griezmann kom Frökkum yfir í fyrri hálfleik en Presnel Kimpembe gerði sjálfsmark á 57. mínútu. Meira var ekki skorað og því sterkt stig í hús hjá Úkraínu.

Finland 2 - 2 Bosnia Herzegovina
0-1 Miralem Pjanic ('55 )
1-1 Teemu Pukki ('58 )
2-1 Teemu Pukki ('78 )
2-2 Miroslav Stevanovic ('85 )

France 1 - 1 Ukraine
1-0 Antoine Griezmann ('19 )
1-1 Presnel Kimpembe ('57 , sjálfsmark)

Í E-riðli unnu Belgar og Tékkar örugga sigra. Belgar lentu undir á heimavelli gegn Wales þar sem Harry Wilson skoraði eftir flotta sókn gestanna. Belgía svaraði með þremur mörkum og unnu að lokum þægilega sigur.

Tomas Soucek gerði þá þrennu fyrir Tékkland sem valtaði yfir Eistland á útivelli. Leiknum lauk með 2-6 sigri Tékklands.

Estonia 2 - 6 Czech Republic
1-0 Rauno Sappinen ('12 )
1-1 Patrik Schick ('18 )
1-2 Antonin Barak ('27 )
1-3 Tomas Soucek ('32 )
1-4 Tomas Soucek ('43 )
1-5 Tomas Soucek ('48 )
1-6 Jakub Jankto ('56 )
2-6 Henri Anier ('86 )

Belgium 3 - 1 Wales
0-1 Harry Wilson ('10 )
1-1 Kevin de Bruyne ('22 )
2-1 Thorgan Hazard ('28 )
3-1 Romelu Lukaku ('73 , víti)

Í G-riðli vann Tyrkland 4-2 sigur á Holland fyrr í dag. Nú var að ljúka tveimur leikjum í þessum riðli og þar gerðu Norðmenn góða ferð til Gíbraltar og unnu 3-0 sigur.

Þá skoraði Stevan Jovetic tvennu fyrir Svartfjallaland sem vann útisigur á Lettlandi.

Gibraltar 0 - 3 Norway
0-1 Alexander Sorloth ('43 )
0-2 Kristian Thorstvedt ('45 )
0-3 Jonas Svensson ('57 )

Latvia 1 - 2 Montenegro
1-0 Janis Ikaunieks ('40 )
1-1 Stevan Jovetic ('41 )
1-2 Stevan Jovetic ('83 )

Í H-riðli fóru fram þrír leikir. Króatía, sem komst í úrslitaleik HM 2018, tapaði á útivelli gegn Slóveníu. Sandi Lovric gerði eina mark leiksins.

Þá vann Rússland 1-3 útisigur á Möltu og Kýpur og Slóvakía skildu jöfn en ekkert mark var skorað í þeim leik.

Cyprus 0 - 0 Slovakia

Malta 1 - 3 Russia
0-1 Artem Dzyuba ('23 )
0-2 Mario Fernandes ('35 )
1-2 Joseph Mbong ('56 )
1-3 Alexander Sobolev ('90 )

Slovenia 1 - 0 Croatia
1-0 Sandi Lovric ('15 )
Athugasemdir
banner
banner