Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. apríl 2019 08:45
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo biður um að Joao Felix verði keyptur
Powerade
Joao Felix er sóknarmiðjumaður.
Joao Felix er sóknarmiðjumaður.
Mynd: Getty Images
Trippier á Old Trafford?
Trippier á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Jan Oblak.
Jan Oblak.
Mynd: Getty Images
Eriksen, Guardiola, Zaha, Pogba, Trippier, Sane, Mahrez, Hudson-Odoi og Coutinho eru meðal þeirra sem koma fram í slúðurpakkanum í dag. Ensku götublöðin eru alltaf í stuði.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að Christian Eriksen (27) sé opinn fyrir því að gera nýjan samning við félagið. Daninn vilji þó klára tímabilið áður en málin eru rædd. (BBC)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er undrandi á ummælum kollega síns, Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United. Solskjær sagðist búast við því að leikmenn City muni sparka hans menn niður í viðureign liðanna í kvöld. „Mitt lið er ekki byggt þannig upp," segir Guardiola. (BBC)

Cristiano Ronaldo (34) hefur látið Juventus vita hvaða leikmenn hann vilji fá til Juventus. Þar er efstur á blaði hinn afar spennandi Joao Felix (19) hjá Benfica. Fyrrum samherjar Ronaldo hjá Real Madrid, spænski miðjumaðurinn Isco (27) og franski varnarmaðurinn Raphael Varane (25), eru einnig á blaði. (Corriere dello Sport)

Crystal Palace þarf að lækka 75 milljóna punda verðmiða sinn á Wilfried Zaha (26) ef leikmaðurinn á að komast í Meistaradeildarlið. Tottenham, Arsenal og Manchester United hafa öll áhuga en vilja lægra verð. (Star)

Paul Pogba (26) hefur sagt við liðsfélaga sína að hann vilji yfirgefa Manchester United. United er tilbúið að taka tilboði frá Real Madrid í franska landsliðsmanninn. (L'Equipe)

Manchester United mun reyna að fá enska hægri bakvörðinn Kieran Trippier (28) frá Tottenham ef félaginu tekst ekki að landa Aaron Wan-Bissaka (21), bakverði Crystal Palace. (Mirror)

United telur að belgíski hægri bakvörðurinn Thomas Meunier (27) hjá PSG sé auðveldara og ódýrara skotmark en Trippier eða Wan-Bissaka. (Independent)

Manchester City vonast til að skáka Manchester United í baráttunni um portúgalska leikmanninn Bruno Fernandes (24) hjá Sporting Lissabon. (Sun)

Manchester City óttast að Leroy Sane (23) sé að íhuga að yfirgefa félagið en samningaviðræður hafa gengið illa. (Metro)

Liverpool vill fá 40 milljónir evra fyrir Marko Grujic (23) en Serbinn er sagður á óskalista Atletico Madrid. (ESPN)

Newcastle gæti reynt að fá Gennaro Gattuso, stjórar AC Milan, ef Rafael Benítez ákveður að ganga frá borði eftir tímabilið. (Gazzetta)

Alsíringurinn Riyad Mahrez (28) hjá Manchester City hótar að yfirgefa félagið. Hann hefur opinberlega kvartað undir takmörkuðum spiltíma. (Mail)

Chelsea mun bjóða Callum Hudson-Odoi (18) nýjan samning. Leikmaðurinn spilar ekki meira á tímabilinu en meiðslin gera það að verkum að Bayern München hefur ekki lengur áhuga. (Telegraph)

Framtíð Philippe Coutinho (26) hjá Barcelona gæti ráðist á því hvort FIFA muni ákveða að fresta kaupbanni Chelsea. Manchester United hefur einnig áhuga á Brasilíumanninum. (Mirror)

Slóveninn Jan Oblak (29) hjá Atletico Madrid er efstur á blaði hjá Manchester United ef David de Gea (28) fer. (Metro)

AC Milan hefur áhuga á Richarlison (21) hjá Everton en þarf að komast í Meistaradeildina og ganga að háum verðmiða ef það ætlar að fá Brasilíumanninn. (Calciomercato)

Arsenal er orðað við brasilíska vængmanninn Gabrie Martinelli (17) hjá Ituano. Hann er að ganga frá evrópsku vegabréfi. (UOL Esporte)

Það er flókinn sumargluggi framundan hjá Unai Emery, stjóra Arsenal. Hár launakostnaður hópsins veldur áhyggjum. (Mirror)

Bosníumaðurinn Edin Dzeko (33) hjá Roma mun hafna West Ham í sumar en hann vill fara til Inter. (Calciomercato)

Stoke City vill fá 30 milljónir evra fyrir enska markvörðinn Jack Butland (26) sem er á óskalistum Bournemouth og Crystal Palace. (Mail)

Ajax mun bjóða stjóranum Erik ten Hag nýjan og endurbættan samning til að fæla áhugasöm félög í ensku úrvalsdeildinni frá því að reyna að fá Hollendinginn. (Telegraph)

Norwich City mun aðeins hafa 20 milljónir punda til leikmannakaupa í sumar en félagið býr sig undir ensku úrvalsdeildina. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner