Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 24. apríl 2019 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Mikilvægir sigrar hjá Bilbao og Levante
Levante er að bjarga sér frá falli.
Levante er að bjarga sér frá falli.
Mynd: Getty Images
Athletic Bilbao er í góðri stöðu í Evrópubaráttunni eftir mikilvægan 0-1 sigur gegn Leganes í kvöld.

Youssef En-Nesyri, markahæsti maður Leganes á tímabilinu, gerði eina mark leiksins þegar hann skallaði boltann óvart í eigið net eftir hornspyrnu.

Bilbao er í Evrópudeildarsæti eftir sigurinn, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. Leganes er nú átta stigum eftir Bilbao.

Levante skoraði þá fjögur gegn Real Betis og er komið þremur stigum frá fallsæti. Úrslitin koma nokkuð á óvart en Betis hefði getað blandað sér í Evrópubaráttuna með sigri.

Espanyol gerði þá jafntefli við Celta Vigo. Kínverski framherjinn Wu Lei skoraði í fyrri hálfleik en Maxi Gomez jafnaði fyrir fallbaráttulið Celta.

Celta er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti á meðan Espanyol er sex stigum frá Evrópusæti.

Leganes 0 - 1 Athletic Bilbao
0-1 Youssef En-Nesyri ('43 , sjálfsmark)


Levante 4 - 0 Real Betis
1-0 Jose Campana ('9 )
2-0 Loren Moron ('32 , sjálfsmark)
3-0 Jose Luis Morales ('56 , víti)
4-0 Coke ('81 )


Espanyol 1 - 1 Celta Vigo
1-0 Wu Lei ('33 )
1-1 Maxi Gomez ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner