Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 24. apríl 2019 17:49
Ívan Guðjón Baldursson
Upphefja Mussolini og syngja níðsöngva um Bakayoko
Mynd: Getty Images
Mikil eftirvænting er fyrir undanúrslitaleik ítalska bikarsins sem fer fram í kvöld. Þar mætast Milan og Lazio á San Siro eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Róm.

Ultras stuðningsmenn Lazio eru þekktir fyrir að vera hrifnir af Benito Mussolini og fasismanum sem var við líði á Ítalíu í kringum seinni heimstyrjöldina. Þeir eru sérlega óvinsælir fyrir þessa skoðun en halda þó áfram að viðra hana opinberlega.

Þeir eru búnir að vera að gera það fyrir leikinn gegn Milan og voru með borða til stuðnings við Mussolini fyrir utan leikvanginn. Á sama tíma sungu þeir fordómafulla níðsöngva um Tiemoue Bakayoko, svartan miðjumann sem er í byrjunarliði Milan í kvöld.

Stuðningsmennirnir eru sérstaklega hatursfullir gagnvart Bakayoko og Franck Kessie, svörtum liðsfélaga hans sem er einnig i byrjunarliðinu. Ástæðan fyrir því er að þeir félagarnir gerðu grín að Francesco Acerbi, varnarmanni Lazio, eftir fyrri leik liðanna í bikarnum.




Athugasemdir
banner
banner