Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. apríl 2020 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Football Insider 
Bent segir Gylfa magnaðan en það sé kominn tími á að selja hann
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Darrent Bent.
Darrent Bent.
Mynd: Getty Images
Fyrrum sóknarmaðurinn Darren Bent hvetur Everton til að selja Gylfa Þór Sigurðsson.

Þetta segir hann í viðtali við Football Insider sömu vefsíðu og sagði frá því fyrr í mánuðinum að Everton væri að íhuga að selja Gylfa.

Samkvæmt fréttinni getur Everton því ekki reiknað með að fá sama verð fyrir Gylfa og félagið keypti hann á. Gylfi kom til Everton frá Swansea á 45 milljónir punda árið 2017 og varð um leið dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Kaupverð á leikmönnum gæti lækkað vegna kórónuveirufaraldursins auk þess sem Gylfi verður 31 árs síðar á árinu. Everton gæti því selt Gylfa á um 20 milljónir punda að því er kemur fram hjá Football Insider.

„Ég held að það sé kominn tími á að selja hann (Gylfa)," segir Bent og bætir við: „Þeir ættu að gera það ef þeir ætla að reyna að fá einhvern inn eins og Jack Grealish eða Jesse Lingard."

„Það er vitað að Sigurðsson er mjög góður, það er vitað hversu góður hann er, hann er magnaður. Af einhverri ástæðu hefur hann hins vegar ekki náð að sýna það."

„Ég held að Ancelotti geti hjálpað honum, en ef Everton sér fram á að ná í leikmann eins og Grealish þá ætti félagið að reyna að selja hann."

„Hann er leikmaður í hæsta klassa, en ef hann sýnir það ekki nægilega oft þá er engin ástæða til að halda honum."

Gylfi var flottur á síðasta tímabili með Everton, en hefur ekki náð að fylgja því eftir á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner