Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Börsungar til í að senda leikmenn til Spurs fyrir Ndombele
Tanguy Ndombele.
Tanguy Ndombele.
Mynd: Getty Images
Barcelona vill fá franska miðjumanninn Tanguy Ndombele frá Tottenham að sögn Sky Sports. Barcelona er tilbúið að láta leikmenn fara til Tottenham í skiptum fyrir Ndombele.

Ndombele, sem er 23 ára, varð dýrasti leikmaður í sögu Tottenham þegar félagið borgaði fyrir hann rúmlega 55 milljónir punda síðasta sumar. Tímabilið hefur ekki verið gott fyrir hann og hefur hann verið gagnrýndur af Jose Mourinho, stjóra Spurs.

Ndombele er sagður ósáttur við það að spila undir stjórn Mourinho, sem hrósar honum á æfingum og gagnrýnir hann í fjölmiðlum. Hann er víst ekki spenntur fyrir öðru ári hjá Tottenham ef hlutirnir skána ekki.

Barcelona vill fá meiri líkamlegan styrk inn á miðsvæðið og lítur á Ndombele sem frábæran kost. Börsungar hafa ólíklega efni á því að kaupa Ndombele þar sem kórónuveirufaraldurinn kemur til með að hafa fjárhagsleg áhrif og aðrir dýrir leikmenn eru á óskalista Barcelona. Því er Katalóníustórveldið tilbúið að senda varnarmennina Nelson Semedo og Samuel Umtiti til Tottenham fyrir Ndombele.

Talið er að Tottenham hafi - eins og Inter á Ítalíu - áhuga á Arthur, miðjumanni Börsunga, en Mourinho er sagður finnast það mikilvægara að fá varnarsinnaðari miðjumann í næsta félagskiptaglugga. Arthur hefur þá einnig sagt að hann vilji vera hjá Barcelona í mörg ár.

Tottenham vill einnig fá hægri bakvörð og miðvörð, en hvort að Semedo og Umtiti séu þeir leikmenn á eftir að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner