Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clattenburg óhræddur við að segja mönnum að fara til fjandans
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Getty Images
Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, segir að Mark Clattenburg sé í uppáhaldi hjá sér þegar kemur að dómurum.

Clattenburg var eitt sinn talinn besti dómarinn í Englandi, en hann hætti að dæma þar í landi 2017 og færði sig um set til Sádi-Arabíu þar sem hann fékk vel borgað. Á síðasta ári var hann svo ráðinn til starfa í Kína.

Clattenburg hefur einnig unnið sem dómarasérfræðingur í breskum fjölmiðlum. Schmeichel segir að Clattenburg hafi verið í uppáhaldi þar sem hann hafi ekki verið hræddur við að láta menn heyra það.

„Ég elskaði Mark Clattenburg. Hann sagði þér að fara til fjandans ef þú áttir það skilið," sagði Schmeichel í hlaðvarpi Peter Crouch.

Fyrr á þessu tímabili sakaði Dan Gosling, leikmaður Bournemouth, dómarann Jon Moss um vanvirðingu þegar Moss sagði við hann: „Ég er ekki ástæðan fyrir því að þið eruð í fallsæti, þið eruð það!"

Garðar Örn Hinriksson, fyrrum dómari, skrifaði góðan pistil í kjölfarið sem má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner