Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. apríl 2020 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hollendingar hætta keppni - Enginn meistari og ekkert lið fellur
Albert Guðmundsson er leikmaður AZ Alkmaar.
Albert Guðmundsson er leikmaður AZ Alkmaar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenska knattspyrnusambandið hefur tekið ákvörðun um að hætta keppni á þessu tímabili vegna kórónuveirufaraldursins.

Þessi ákvörðun er tekin eftir að forsætisráðherrann, Mark Rutte, sagði að enginn fótbolti yrði spilaður í Hollandi þangað til í september.

Knattspyrnusambandið segir að ekkert lið muni vinna hollensku úrvalsdeildina, engin lið munu falla og engin lið munu komast upp. Ajax og AZ Alkmaar voru jöfn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, en hvorugt liðið verður meistari. Ajax var fyrir ofan á markatölu.

Hollenska knattspyrnusambandið ætlar sér að senda lið í Evrópukeppni eftir því hvernig staðan er núna. Ajax og AZ fara því í Meistaradeildina. UEFA hefur gefið grænt ljós á að í 'sérstökum tilvikum' megi slaufa deildarkeppnum vegna heimsfaraldursins.

Þetta verður í fyrsta sinn í 64 ára sögu hollensku úrvalsdeildarinnar þar sem ekkert lið verður meistari.

Albert Guðmundsson er á mála hjá AZ, en hefur lítið getað beitt sér á þessu tímabili vegna meiðsla.

Þessi ákvörðun er sérstaklega svekkjandi fyrir Cambuur og De Graafschap sem voru á góðri leið með að fara upp í hollensku úrvalsdeildina.

Athugasemdir
banner
banner
banner