fös 24. apríl 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Hvað er að frétta af dómaramálum á Íslandi?
Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ.
Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir dómarar hafa æft af krafti að undanförnu.
Íslenskir dómarar hafa æft af krafti að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fótbolti.net hefur verið að taka púlsinn á Íslendingum víða um heim um áhrif kórónaveirufaraldursins á boltann. Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, er næstur í röðinni.

Sjá einnig:
Hvað er að frétta frá Hong Kong? Spiluðu í 8 vikur án áhorfenda
Hvað er að frétta frá Stokkhólmi? Kemur að sársaukaþröskuldi
Hvað er að frétta frá Sviss? Starfsemi hætt 13. mars
Hvað er að frétta frá KSÍ? Nokkrir starfsmenn í sóttkví
Hvað er að frétta? Arnar Viðars um Belgíu og Ísland

Hvaða áhrif hefur kórónuveirufaraldurinn haft á dómaramálin á Íslandi?
Það er sama ástand og hjá leikmönnum. Vantar leikina þannig að leikæfinguna vantar en dómararnir hafa verið duglegir að æfa undir stjórn þrekþjálfarans Karvels Fannars. Landsdómararnir eru allir með púlsklukkur þannig að hann fylgist með ástundun hvers og eins í gegnum þær.

Hvernig eru dómararnir að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið?
Síðustu 4 vikur höfum við verið með einn fræðslufund á viku í gegnum fjarfundarbúnað.

Er dómarahópurinn nógu breiður til að takast á við þéttara leikjaprógram í meistaraflokki í sumar?
Hann er nógu breiður í efsta laginu en við þurfum fleiri dómara í neðri deildirnar. Við munum hafa samband við þá sem tóku byrjendapróf í vetur og bjóða þeim að ganga til liðs við okkur. Síðan munum við halda undirbúningsnámskeið fyrir þá sem eru til í að taka þetta lengra. Einnig munum við halda námskeið fyrir nýja dómara.

Hvert á fólk að snúa sér sem vill byrja að dæma?
Við munum aftur fara í gang með byrjendanámskeið eftir fyrstu vikuna í maí. Námskeiðin verða auglýst á heimasíðu KSÍ. Við munum að sjálfsögðu virða allar reglur sem snúa að samkomutakmörkunum.

Eru einhverjar reglugerðarbreytingar sem knattspyrnuáhugamenn ættu að taka eftir í sumar?
Það eru mun minni breytingar á knattspyrnulögunum í ár heldur en undanfarin tvö ár. Nánar má lesa um breytingarnar hér

Má búast við breytingum á dómarahópnum í Pepsi Max-deild karla í sumar eða verða þetta sömu dómarar og í fyrra?
Kjarninn verður sá sami og í fyrra. Undanfarin ár hafa nýir/nýr dómarar/dómari komið inn í deildina og ég á von á því að það verði einnig núna.

Hvernig standa samningamál dómara?
Ég á von á því að það verði skrifað undir í þessari eða næstu viku.

Hafa einhverjir dómarar smitast eða verið í sóttkví?
Ekki mér vitanlega.

Hvaða neikvæðu áhrif telur þú að ástandið hafi á íslenskan fótbolta?
Ég held að þetta komi niður á leikæfingu leikmanna og dómara til að byrja með. Síðan munu það lagast þegar líður á mótið. Einnig tel ég að þetta sé erfitt fyrir þjálfara sem hafa ekki haft tíma til að móta sín lið eftir sínu höfði. Það er ljóst að það verður leikið þéttar í sumar og vonandi hefur þetta ekki þau áhrif að meiðsli munu aukast vegna álagsins.

Er eitthvað jákvætt sem gæti komið úr þessu fyrir íslenskan fótbolta?
Vonandi verður þetta til þess að fleiri ungir leikmenn fái tækifæri í sumar.

Hvernig hafa málin verið persónulega hjá þér. Hefur gengið vel að komast í gegnum þetta?
Ég er fínn. Hef verið í 50% starfi síðustu vikurnar þar sem ég átti yfir 25 daga í sumarfríi sem hafa safnast upp í gegnum tíðina. Þannig að ég kvarta ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner