Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. apríl 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn í Þýskalandi gætu spilað með grímur
Leikmenn Bayern Munchen.
Leikmenn Bayern Munchen.
Mynd: Getty Images
Leikmenn í þýsku Bundesligunni gætu spilað með sérhannaðar grímur ef keppni hefst á ný eftir hlé vegna kórónaveirunnar. Þjóðverjar vilja byrja að spila fyrir luktum dyrum 9. maí og verið er að skoða allar leiðir til að það gangi upp.

Samkvæmt Spiegel Sports er ein af hugmyndunum sú að leikmenn spili með sérhannaðar grímur til að minnka smithættu og dómarar verði einnig með grímur.

Umræddar grímur verða sérhannaðar þannig að þær detti sjaldan af leikmönnum. Ef slíkt gerist verður leikurinn stöðvaður.

Á 15 mínútna fresti verður gert hlé á leiknum til að leikmenn fái nýja grímu þar sem grímurnar verða orðnar laskaðar fljótt þegar leikmenn spila fótbolta með þær. Leikmenn verða að halda 1,5 metra fjarlægð þegar þeir skipta um grímur.

Leikmenn eiga einnig að forðast óþarfa snertingar, til dæmis að faðmast eftir að mark er skorað. Dómarar geta refsað þeim fyrir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner