Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. apríl 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mane leikmaður tímabilsins að mati De Bruyne
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane er leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni að mati Kevin de Bruyne, hins stórkostlega miðjumanns Manchester City.

Mane hefur farið á kostum í liði Liverpool, sem er langefst á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mun tryggja sér titilinn ef enska úrvalsddeildin fer aftur af stað á þessari leiktíð. Það er ekki spilað í henni í augnablikinu vegna kórónuveirunnar.

De Bruyne er líklega sá leikmaður sem hefur verið bestur í deildinni í vetur þegar leikmenn Liverpool eru ekki taldir með.

De Bruyne ræddi við BT Sport og var hann spurður út í leikmann ársins á Englandi. Hann sagði: „Ég myndi segja Mane. Hann er búinn að vera allur pakkinn fyrir Liverpool á þessu tímabili."

„Hann er búinn að vera svo mikilvægur og ef ég ætti að velja einhvern þá myndi ég velja hann."

Sjá einnig:
Mane missti föður sinn ungur - Byggir sjúkrahús til að hjálpa
Athugasemdir
banner
banner