Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. apríl 2020 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mesta skömm í sögu hollenska boltans"
Henk de Jong.
Henk de Jong.
Mynd: Getty Images
Henk de Jong, þjálfari Cambuur í hollensku B-deildinni, er gífurlega ósáttur með ákvörðun hollenska knattspyrnusambandsins að hætta keppni á Hollandi. Hans lið var á toppi hollensku B-deildarinnar og á góðri leið með að komast upp.

Knattspyrnusambandið segir að ekkert lið muni vinna hollensku úrvalsdeildina, engin lið munu falla og engin lið munu komast upp. Ajax og AZ Alkmaar voru jöfn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, en hvorugt liðið verður meistari. Ajax var fyrir ofan á markatölu.

Þessi ákvörðun er sérstaklega svekkjandi fyrir Cambuur og De Graafschap sem voru á góðri leið með að fara upp í hollensku úrvalsdeildina.

De Jong var stórorður í viðtali við NOS og sagði: „Þetta er mesta skömm í sögu hollenska boltans. Ég reyni alltaf að sjá það besta í fólki og ákvarðanartöku þeirra, en þetta er óverðugt fyrir íþróttina."

„Ég veit ekki hvað gerðist. UEFA bað um sanngjarnar ákvarðarnir sem þetta er ekki."

Talið er að nokkur félög í Hollandi íhugi nú að leita réttar síns.
Athugasemdir
banner
banner
banner