Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. apríl 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney ekki í neinu stríði við Derby
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Fyrrum fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, Wayne Rooney, leiðir ekki uppreisn leikmanna Derby County gegn stjórn félagsins vegna frestun launagreiðslna.

Þetta segir talsmaður hans við BBC, en Rooney, sem er 34 ára, er fyrirliði Derby eftir að hafa gengið formlega í raðir félagsins í janúar síðastliðnum.

Rooney leiðir viðræður leikmanna við stjórnarmenn Derby, en viðræður eru enn í gangi.

Fregnir hafa verið um að Rooney sé á móti því að fresta launagreiðslum og hann sé í stríði við félagið vegna þess, en talsmaður hans segir þetta fjarri sannleikanum.

„Rooney er ásamt öðrum leikmönnum Derby að starfa sem milliliður á milli búningsklefans og stjórnarherbergisins í von um að finna laus sem hentar öllum."

„Ef félagið leitar til hans að hjálpa þá hikar hann ekki við að gera það sem hann getur. Það er það sem hann er að gera núna."
Athugasemdir
banner
banner