Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stærstu félög Þýskalands gefa 7,5 milljónir til smærri félaga
Mynd: Getty Images
FC Bayern, Borussia Dortmund, RB Leipzig og Bayer Leverkusen söfnuðu saman 7,5 milljónum evra til að styrkja lið í 3. deild þýska boltans og efstu deild kvenna í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Þetta eru félögin sem höfnuðu í fjórum Meistaradeildarsætum þýsku deildarinnar í fyrra.

Milljónirnar skiptast á milli 25 félaga og fær hvert félag því 300 þúsund evrur í sinn hlut.

Nítján félög í 3. deild fá fjárveitingu auk sex félaga í efstu deild kvenna.

FC Bayern og Leverkusen eiga bæði lið í efstu deild kvenna og er Sandra María Jessen á mála hjá Leverkusen sem er í neðri hluta deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner